Um okkur

Við erum þrír æskuvinir sem spiluðum fótbolta saman upp yngri flokka Breiðabliks og upp í meistaraflokk. Sem ungir fótboltamenn komumst við að því að góð næring spilar mikilvægt hlutverk í því að ná árangri í íþróttum. Þess vegna fórum við að kafa dýpra og höfum síðan deilt miklum áhuga á næringu og heilsusamlegum lífstíl.

Okkar hugmyndafræði er sú að best er alltaf að fá eins mikið af næringunni okkar í gegnum hollan og næringaríkan mat. Staðreyndin er hins vegar sú að það getur reynst erfitt fyrir marga í nútímasamfélagi og sérstaklega fyrir íþróttafólk sem þarf að reyna að hámarka afkastagetu í sinni grein.

Þess vegna fengum við þá flugu í höfuðið að stofna okkar eigið fyrirtæki, með þá hugsjón að bjóða fólki gæða fæðubótarefni, á góðu verði. Hvort sem markmiðið er til að hámarka árangur sinn í íþróttum eða að lifa við góða heilsu og nærast rétt.